logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

LISTASALUR - Landbrot í Listasal Mosfellsbæjar

14/02/18LISTASALUR - Landbrot í Listasal Mosfellsbæjar
Föstudaginn 16. febrúar kl. 16-18 opnar Sæunn Þorsteinsdóttir einkasýningu sem ber heitið Landbrot í Listasal Mosfellsbæjar. Sæunn fæddist í Reykjavík í mars 1967. Hún er Mosfellingur í móðurætt og höfuðborgari í föðurætt og hefur síðustu níu árin búið í Miðdal í Mosfellssveit. Sæunn útskrifaðist úr textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands vorið 1993 með málun og teikningu sem valfög og hefur verið viðloðandi myndlist síðan.
Meira ...

BÓKASAFN - Vinningshafinn í janúargetrauninni

09/02/18BÓKASAFN - Vinningshafinn í janúargetrauninni
Fyrsti vinningshafi ársins í getrauninni okkar er Hafþór Andri Þorvarðarson. Hann er fimm ára og er í Leikskólanum Hlíð. Hafþór Andri kemur oft til okkar í Bókasafnið. Hann hefur mjög gaman af bókum, svo gaman að hann kenndi sér sjálfur að lesa og er að sögn mömmu sinnar orðinn fluglæs. Við drögum það ekki í efa enda er Hafþór Andri farinn að taka að láni bækur úr eldri barnadeildinni. Nú er það Kafteinn Ofurbrók sem er í uppáhaldi en með þessu áframhaldi verður Hafþór Andri farinn að lesa Laxness fyrir tíu ára aldur!
Meira ...

BÓKASAFN - Barnabækur á íslensku til Vínarborgar

06/02/18BÓKASAFN - Barnabækur á íslensku til Vínarborgar
Í janúar síðastliðinn fékk Íslenskuskólinn í Vínarborg notaðar barna- unglingabækur frá Bókasafni Mosfellsbæjar að frumkvæði Katrínar Kristjánsdóttur kennara við skólann. Mikill skortur hefur verið á bókum fyrir þennan hóp, sem telur 24 nemendur á aldrinum 3-16 ára, og var okkur því sönn ánægja að geta orðið við beiðninni.
Meira ...

BÓKASAFN - Önnur getraun ársins

06/02/18BÓKASAFN - Önnur getraun ársins
Við höldum áfram með getraunina okkar og sem fyrr er til mikils að vinna. Í hverjum mánuði er dregið úr réttum svörum og eitt heppið barn fær bók í verðlaun. Í þetta sinn er spurt um fiska í hættu, stríðnar stelpur og þjóf með gullhjarta. Lítið endilega inn og reynið við getraunina.
Meira ...

BÓKASAFN - Litli skiptibókamarkaðurinn haldinn þriðja árið í röð í Bókasafni Mosfellsbæjar

23/01/18BÓKASAFN - Litli skiptibókamarkaðurinn haldinn þriðja árið í röð í Bókasafni Mosfellsbæjar
LITLI SKIPTIBÓKAMARKAÐURINN 2018 „Þín bók, mín bók – bækurnar okkar“
Meira ...

BÓKASAFN - Í brennidepli: Breskar bókmenntir – Jan/feb. 2018

22/01/18BÓKASAFN - Í brennidepli: Breskar bókmenntir – Jan/feb. 2018
Hér er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Efnið er yfirgripsmikið og saga breskra bókmennta löng og viðamikil. Því er stiklað á stóru. Breskar bókmenntir eru megin hluti ritaðra verka sem skrifuð eru á enskri tungu af íbúum Bretlandseyja, að Írlandi meðtöldu. Stór hluti þeirra bókmenntaverka sem skrifuð eru á ensku utan Bretlandseyja heyra undir annað; amerískar, ástralskar, kanadískar og nýsjálenskar bókmenntir. Rekja má upphaf breskra bókmennta til Bjólfskviðu sem er fornenskt sagnaljóð frá fyrri hluta 8. aldar og hefur varðveist frá því um árið 1000. Þetta er lengst sagnaljóða á fornensku og eitt það elsta sem varðveist hefur í hinum enskumælandi heimi.
Meira ...

BÓKASAFN - Vel mætt á litla skiptibókamarkaðinn

15/01/18BÓKASAFN - Vel mætt á litla skiptibókamarkaðinn
Litli skiptibókamarkaðurinn opnaði síðastliðinn laugardag og fór vel af stað. Ungum sem öldnum leist vel á úrvalið og voru margar bækur sem skiptu um eigendur. Þessi árvissi viðburður verður í gangi alla vikuna og lýkur laugardaginn 20. janúar.
Meira ...

LISTASALUR - Frá opnun sýningar Steingríms Gauta Ingólfssonar, Undir.

10/01/18LISTASALUR - Frá opnun sýningar Steingríms Gauta Ingólfssonar, Undir.
Nýtt sýningarár Listasalar Mosfellsbæjar hófst á föstudaginn sl. með einkasýningu Steingríms Gauta Ingólfssonar, Undir. Steingrímur Gauti er ungur og upprennandi listamaður sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir abstrakt olíumálverk sín undanfarin misseri. Fjöldi fólks mætti á opnunina og þáði kaffi og hvítvíni á meðan það naut myndlistarinnar. Sýning Steingríms Gauta stendur til 9. febrúar og eru allir velkomnir.
Meira ...

BÓKASAFN - Verðlaunahafinn í desembergetrauninni

08/01/18BÓKASAFN - Verðlaunahafinn í desembergetrauninni
Það var Arna Sigurlaug Óskarsdóttir sem vann til bókarverðlauna í síðustu barnagetraun ársins 2017. Bókin sem hún fékk er Úlfur og Edda – Drekaaugun eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur. Arna er í 5. bekk í Varmárskóla, er dugleg að lesa og kemur reglulega í Bókasafnið.
Meira ...

BÓKASAFN - Vel mætt á bókmenntahlaðborð barnanna

05/01/18BÓKASAFN - Vel mætt á bókmenntahlaðborð barnanna
Bókmenntahlaðborð barnanna var haldið í fyrsta skipti laugardaginn 16. des. síðastliðinn. Mörg börn mættu til að hlusta á rithöfunda lesa upp úr bókum sínum en þeir voru:
Meira ...

Síða 8 af 9

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira