logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

 

Fréttamynd21/10/16

LISTASALUR: Sýning Guðbergs framlengd

Sýningin í Listasal Mosfellsbæjar AÐ SAFNA OG HAFNA þar sem Guðbergur Bergsson sýnir Smá verk úr smáverkasafni sínu hefur, vegna mikillar aðsóknar, verið framlengd um viku eða til 29. október Sýningi...
21/10/16

BÓKASAFN: Gæðastund í vetrarfríinu

Í vetrarfríinu tóku starfsmenn Bókasafnsins fram ýmis spil og púsl sem gestir gátu fengið lánað til að nota á safninu. Það skein gleði úr andlitum þessara mæðgina sem nutu þess að spila saman hér í ...
21/10/16

BÓKASAFN: Sniðug hugmynd

Í gær kom á Bókasafnið móðir með nokkur börn, sem ekki er í frásögu færandi. Hitt er athyglisvert að hún kom með bækurnar, sem fjölskyldan var með í láni, í kassa og sagði okkur að þannig héldi hún u...
Skoða fréttasafn

LISTASALUR: Sýning Guðbergs framlengd

21/10/16LISTASALUR: Sýning Guðbergs framlengd
Sýningin í Listasal Mosfellsbæjar AÐ SAFNA OG HAFNA þar sem Guðbergur Bergsson sýnir Smá verk úr smáverkasafni sínu hefur, vegna mikillar aðsóknar, verið framlengd um viku eða til 29. október Sýningin í Listasal Mosfellsbæjar er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins mánudaga til föstudaga kl. 12-18 nema miðvikudaga frá 10 og laugardaga frá 13-17.
Meira ...

LISTASALUR: Umfjöllun um sýningu Guðbergs

10/10/16LISTASALUR: Umfjöllun um sýningu Guðbergs
Fyrir utan fréttir af sýningunni AÐ SAFNA OG HAFNA hafa birst tvö viðtöl við Guðberg sem gestir gætu hafa gaman að hlusta á. Annað þeirra er úr þættinum Lestinni á Rás 1 og hitt viðtalið var í Kastljósi Sjónvarpsins. Meðfylgjandi eru hlekkir á þessi viðtöl. Athugið að í báðum tilfellum er allur þátturinn, en viðtalið bara hluti.
Meira ...

AÐ SAFNA OG HAFNA

27/09/16AÐ SAFNA OG HAFNA
Á sýningunni AÐ SAFNA OG HAFNA eru sýnd SMÁ VERK ÚR SMÁVERKASAFNI Guðbergs Bergssonar rithöfundar. Um söfnun sína segir Guðbergur: ,,Óhefðbundinn safnari eins og ég setur sér reglur. Hann safnar með vissu hugarfari og forðast hrifningu og skyndiáhrif. Hann er laus við áráttu. Það sem hann gerir er hvorki ástríða né hagsýni þess sem safnar dýrmætum. Óhefðbundið safnar hann af áhuga sem verður ekki skilgreindur með góðu móti. Ég safna ekki stórvægilegum hlutum heldur óviðurkenndum verðmætum. Í fyrstu safnaði ég því sem mér barst upp í hendurnar, síðan með innsæi.“
Meira ...

 

leitir.png
Viðburðir
03/10/16

Bókasafn Mosfellbæjar - Mín kona

Frá síðari hluta árs 2015 höfum við helgað einn sýningarskáp í Bókasafninu lítilli sýningu sem við köllum Mín kona. Í þessum skáp sýnir Jóhanna B. Magnúsdóttir muni frá ömmu sinni...
Næstu viðburðir