logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Samstarf

Borgarbókasafns Reykjavíkur, Bókasafns Seltjarnarness og Bókasafns Mosfellsbæjar

Í safninu er leitartölva fyrir almenning. Í henni er hægt að skoða safnkost safnsins og annarra safna sem nota leitarvefina www.gegnir.is og  www.leitir.is. Hægt er að panta safnefni frá Borgarbókasafni Reykjavíkur og Bókasafni Seltjarnarness ef efnið er ekki til í Bókasafni Mosfellsbæjar. Reglur þeirra safna gilda um þau útlán. Undanskildar þessum millisafnalánum eru kennslubækur og annað ásetið efni og þurfa lánþegar að nálgast það efni sjálfir í einhverju af útibúum Borgarbókasafns. Hægt er að skila safnefni frá Borgarbókasafni og Bókasafni Seltjarnarness í Bókasafn Mosfellsbæjar og er það sótt vikulega.

Borgarbókasafn Reykjavíkur: www.borgarbokasafn.is 
Bókasafn Seltjarnarness: www.seltjarnarnes.is/bokasafn