logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Laxnessvefur

Halldór Laxness (1902-1998) er tengdur Mosfellssveit og -bæ órofa böndum. Hann ólst upp að Laxnesi í Mosfellsdal, kenndi sig alla tíð við bernskustöðvar sínar og settist að í dalnum sem fulltíða maður. Hann sá bernskuár sín í dalnum í hillingum og í nokkrum bóka sinna sækir hann efniviðinn í Mosfellssveit, einkum í Innansveitarkroniku og endurminningabókinni Í túninu heima.

Á Laxnessvefnum er gert grein fyrir tengslum Halldórs við byggðarlagið sem skipta miklu máli til að átta sig á rithöfundinum og Mosfellingnum Halldóri Laxness. 

Halldór Laxness

Ljósmyndir úr ýmsum áttum og skrif Halldórs og annarra verða notuð til að bregða upp mynd af skáldinu og sveitinni á fyrri tíð.

Bjarki Bjarnason ritaði texta og sá um myndaval.

Áhugaverðir tenglar

 


Fjölskyldan flytur

Halldór fluttist á barnsaldri með foreldrum sínum að Laxnesi í Mosfellssveit.


Bernskuárin í Laxnesi

Dóri í Laxnesi naut sín umvafinn náttúrunni í Mosfellssveit.


Halldór hleypir heimadraganum

Halldór settist á skólabekk í Reykjavík en hinn stóri heimur kallaði hann til sín.


Auður og Halldór flytja að Gljúfrasteini

Á Gljúfrasteinsheimilinu var mjög gestkvæmt. 


Kronikan

Innansveitarkronika er sérkennileg blanda af sagnfræði og skáldskap og einstök meðal verka skáldsins.


Minningabækur

Halldór skrifaði fjórar endurminningabækur þar sem hann sótti efniviðinn, í mismiklum mæli þó, til æskuslóðanna.


Ævi og verk

Ævi og verk með sérstakri áherslu á tengsl Halldórs við Mosfellssveit og -bæ.


Tilvísanir

Vísað til heimilda.


 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira