logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Unglingar

Bókasafnið býður ungt fólk velkomið í safnið!
Safnkostur er fjölbreyttur og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal annars eru í boði ýmsir bókaflokkar, bæði á íslensku og öðrum tungumálum. Við kaupum nánast allar íslenskar unglingabækur, eigum einnig hljóðbækur, myndasögur, kvikmyndir, tónlistardiska og tímarit ýmiss konar (sjá tímaritaflipann hér fyrir neðan).
Allgott úrval er af bókum fyrir byrjendur og lengra komna í ensku og dönsku. Við eigum auk þess bækur á sænsku, norsku og færeysku.
Þú finnur allt efni safnsins á leitir.is. Allt það nýjasta má finna undir flipanum Nýtt.

Í unglingahorni er aðstaða og efni fyrir unglinga, meðal annars skáldsögur á íslensku og fleiri tungumálum, tímarit, Manga bækur og fleiri erlendar myndasögur.

 

Bókasafnið er með gott framboð af erlendum bókum. Hægt er að sjá á baksíðu sumra þeirra hvort bók er fyrir byrjendur eða lengra komna. Hljóðbók fylgir með nokkrum þeirra.

           Vi Unge                                       


Þessi tímarit koma ekki lengur út en eigum síðustu tölublöðin.

      Hvellur   

                

  

 

   


Yfir vetrartímann er mánaðarlega boðið upp á getraun sem hægt er að spreyta sig á. Getraunirnar liggja frammi í Bókasafninu og er einn heppinn vinningshafi verðlaunaður í hvert sinn.

Sumarlesturinn er árlegur viðburður í safninu. Hann hefst í lok maí og stendur til 8. september, sem er Bókasafnsdagurinn. Þegar krakkarnir skrá sig fá þau bókapésa og skrá í hann bækur sem þau lesa eða hlusta á. Þeir lesa heima eða á safninu hjá okkur. Á hverju sumri er þema. Krakkarnir geta fengið myndir að lita sem tengjast þemanu og hengja má þær upp í safninu eða taka þær heim. Þemað síðastliðið sumar (2017) var himingeimurinn með öllum sínum litskrúðugu plánetum, geimverum og geimskipum.
Hvetjið krakkana til að taka þátt í sumarlestrinum og veitið þeim þannig aðgang að ævintýraheimi bókanna.

 


Í byrjun júní er boðið upp á ritsmiðju, krökkunum að kostnaðarlausu. Síðastliðin tvö ár (2016 og 2017) hefur Gerður Kristný rithöfundur stýrt smiðjunni.

Fróðleikur


Vísindavefurinn - spurningar og svör um allt mögulegt

Ásgarður - ferðalag um norræna goðheima

Stjörnufræði - umfjöllun um sólkerfið okkar

Saft - um netjvenjur

 

Fríir leikir á netinu


     msngames

     Shockwave

    Miniclip

    Leikjanet

    Leikjaland

Langt og farsælt samstarf hefur verið milli Bókasafnsins og unglingadeildanna og svo hefur Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ bæst við.
Kennarar og nemendur koma í heimsókn í heimildaleit og verkefnavinnu. Nemendum í 9. bekk er boðið á viðburð að vori og myndlistarkennarar koma með nemendur á sýningar í Listasalnum.