logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Endurnýjun

Reglur um endurnýjun útlána í Bókasafni Mosfellsbæjar

 

Endurnýjun á vefnum  leitir.is

Á leitir.is geta lánþegar sjálfir endurnýjað bóka- og tímaritaútlán sín með því að fara inn á „Mínar síður.  Þar er hægt að endurnýja 14 daga og 30 daga útlán tvisvar.  DVD diska og VHS myndbönd er hægt að endurnýja einu sinni.

Til að endurnýja útlán:

1. Skráðu þig inn á leitir.is

Ef þú ert að skrá þig inn í fyrsta skipti þá er :

Notandi = númer bókasafnskorts eða kennitala

Lykilorð = þarf að fá í bókasafni við stofnun skírteinis.

2. Inni á svæðinu „mínar síður“ er listi yfir öll safngögn sem þú ert með að láni. Þú getur valið „endurnýja allt“ eða „endurnýja valið“. Þessir valkostir eru fyrir ofan útlánalistann þinn.

*Til að sjá útlánin þín í Bókasafni Mosfellsbæjar þarftu að vera inni í safnhópnum "ALLIR-(nema háskólar)"

Ef endurnýjun mistekst eða gengur ekki, vinsamlega hafið  samband við bókasafnið.

 

Endurnýjun í gegnum Bókasafnið:

Hægt er að hafa samband við Bókasafn Mosfellsbæjar í síma eða koma í safnið og biðja starfsmenn að endurnýja útlán, bæði 14 daga og 30 daga, svo og skemmri útlán.

Hægt er að endurnýja tvisvar, eftir það þarf að skila gagninu og fá það aftur að láni ef engir annmarkar eru á því.

 

Endurnýjun gengur ekki:

Ef gildistími bókasafnsskírteinis er útrunninn. 

Ef safngagn er pantað af öðrum lánþega er ekki hægt að endurnýja.

 

Ef lánþegi hefur fengið þrjár rukkanir án þess að skila gagni eða án þess að hafa haft samband við Bókasafnið, er ekki hægt að endurnýja fyrr en hann hefur skilað og gert upp.

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira