logo
 • Samvera -
 • Samvinna -
 • Samkennd

Börn

Safnkostur er fjölbreyttur bæði að formi og innihaldi, meðal annars eru í boði ýmsir bókaflokkar fyrir unga lesendur. Keyptar eru nánast allar útgefnar barnabækur á íslensku, einnig hljóðbækur, kvikmyndir, tónlistardiskar og tímarit ýmis konar. Allt það nýjasta má sjá undir „Nýtt“.

Barnastarfið er fjölbreytt
Bókasafnið er í samstarfi við aðrar stofnanir
Boðið er upp á ýmsa viðburði fyrir börn

Sumarlestur er ætlaður öllum börnum. Hann hefst í lok maí og stendur fram í fyrstu viku september.  

Börnum gefst kostur á að taka þátt í vali á bestu barnabók ársins og að taka þátt í getraunum

 

Bækur fyrir byrjendur

Í Bókasafni Mosfellsbæjar er að finna sérmerkta hillu með bókum fyrir byrjendur og aðeins lengra komna. Þar er að finna ágætis úrval af skemmtilegum og örvandi bókum. Sem dæmi má nefna þessa bókaflokka:
 • Örbækur
 • Listin að lesa og skrifa
 • Léttlestrarbækur Auðbjargar Pálsdóttur
 • Smábækur (samhljóðasambönd)
 • Lesum lipurt (sérhljóðabækur)
 • Lestrargaman
 • Rut
 • Litlir lestrarhestar ( t.d Frans bækurnar)
 • Skúli skelfir
 • Og margar fleiri

Efni á ensku og dönsku fyrir byrjendur

Bókasafnið er með ágætt framboð af bókum fyrir byrjendur á ensku og dönsku.

Á ensku koma bækur frá Macmillan readers. Hægt er að sjá á baksíðu hvaða stig hver bók er í, hvort sem það er fyrir byrjendur eða lengra komna. Auk þess fylgir diskur til hlustunar með sumum bókunum.
Einnig erum við með bækur fyrir byrjendur á ensku frá Young Puffin og Penguin Books og mörgun fleiri.

Á dönsku bjóðum við upp á gott úrval af bókum frá t.d. Dingo Gyldendal auk margra annarra sería og titla.

Skemmtilegar heimasíður fyrir þau allra yngstu

Bubbi byggir - Bob the builder á nokkrum tungumálum

Fisher Price - Leikir á ensku

Peppa Pig - Leikir á ensku

Club penguin - Leikir á ensku

Bókmenntir

Kafteinn Ofurbrók - á ensku

Myrkraefnaþríleikurinn - Gyllti áttavitinn o.fl. eftir Philip Pullman

Skrípi - Þjóðsögur

Fróðleikur


Krakka- og unglingavefir Námsgagnastofnunar

Vísindavefurinn - spurningar og svör um allt mögulegt

Hafið bláa hafið - þrautir og leikir sem byggja á samnefndum sjónvarpsþáttum

Ásgarður - ferðalag um norræna goðheima

Stjörnufræði - umfjöllun um sólkerfið okkar

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Saft - um netjvenjur

Ýmislegt

Krakkarúv - skemmtilegt og fræðandi barnaefni á íslensku

Friv - Úrval af leikjum

LEGO - Legoland, leikir, o.fl. á ensku og þýsku

Disney - Disneyland, leikir, kvikmyndir o.fl. á ensku

Looney Tunes - leikir, kvikmyndir o.fl. á nokkrum tungumálum

Dress Up Games - ýmsir dúkkulísuleikir

Sumarlestur í Bókasafni Mosfellsbæjar hefst 22. maí. 

Við skráningu fá börnin sérstakan Bókapésa. Í hann skrá þau bækur sem þau lesa, skila þeim og fá límmiða í pésann. Þemað í sumar er himingeimurinn með öllum sínum litskrúðugu plánetum, geimverum og geimskipum. Krakkarnir skreyta safnið með því að hengja upp fallegar geimmyndir í netið í barnadeildinni.

Hvetjum börnin til að taka þátt í sumarlestrinum og veitum þeim á þann hátt aðgang að fjölbreyttum ævintýraheimi bókanna.

Uppskeruhátíð verður á Bókasafnsdeginum 8.september.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Starfsfólk Bókasafnsins                                          


Gerður Kristný
Ritsmiðjur fyrir 10-12 ára frá 8. - 10. júní 2017

Spennandi og skemmtilegt ritlistarnámskeið verður í Bókasafninu með Gerði Kristnýju rithöfundi 8. - 10. júní, fimmtudag og föstudag kl. 13:00 - 15:45 og laugardag kl. 9.30 - 12.15.   Nánari upplýsingar í afgreiðslu safnsins, skráning er hafin. Ekkert þátttökugjald.


Skráning í ritsmiðju!

Barnadeild skiptist í barnahorn og barnadeild.

Í barnahorni er efni fyrir yngstu börnin og aðstaða fyrir foreldra að sitja með börnum sínum. Í barnadeild er efni og aðstaða fyrir stálpuð börn. Unglingahorn er hluti af barnadeild (sjá unglingar).

Yfir vetrartímann er mánaðarlega boðið upp á getraun sem hægt er að spreyta sig á. Getraunirnar liggja frammi í Bókasafninu og er einn heppinn vinningshafi verðlaunaður í hvert sinn.