logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Viðburðir

Bókasafn Mosfellsbæjar býður upp á fjölda viðburða fyrir gesti safnsins.

Héraleit í Bókasafni Mosfellsbæjar

26/03/24Héraleit í Bókasafni Mosfellsbæjar
Þriðjudaginn 26. mars kl. 12-18 Hópur af ærslafullum páskahérum hefur falið sig í hinum ýmsu krókum og kimum bókasafnsins. Ef þú finnur þá alla færðu lítið páskaegg að launum. Eitt egg á mann á meðan birgðir endast. Öll velkomin!
Meira ...

Páskaföndur í Bókasafni Mosfellsbæjar

25/03/24Páskaföndur í Bókasafni Mosfellsbæjar
25. mars kl. 12 - 30. mars kl.16 Í vikunni fram að páskum ætlum við að gefa gömlum bókum nýtt líf og föndra skemmtilegt páskaskraut. Efniviður og aðstaða verður til staðar í barnadeild safnsins á opnunartíma. Vinsamlegast athugið að lokað er í safninu á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum.
Meira ...

Páskaperl í Bókasafni Mosfellsbæjar

25/03/24Páskaperl í Bókasafni Mosfellsbæjar
Mánudaginn 25. mars kl.12-14 Við gefum ímyndunaraflinu lausan tauminn í fjölnotasal safnsins og perlum ævintýralegt páskaskraut. Einnig verður í boði að útbúa ísskápasegla úr páskaperlinu. Öll velkomin!
Meira ...

Hundar sem hlusta í Bókasafni Mosfellsbæjar

23/03/24Hundar sem hlusta í Bókasafni Mosfellsbæjar
Bókasafn Mosfellsbæjar í samstarfi við félagið Vigdísi – Vini gæludýra á Íslandi, býður börnum að heimsækja safnið þann 23. mars og lesa sér til ánægju fyrir hunda sem eru sérstaklega þjálfaðir til að hlusta á börn lesa.
Meira ...

Gróðurhula | Þórunn Bára Björnsdóttir

16/03/24Gróðurhula | Þórunn Bára Björnsdóttir
Listasalur Mosfellsbæjar opnar sýninguna Gróðurhula eftir Þórunni Báru Björnsdóttur, laugardaginn 16. mars kl. 14. Titill sýningarinnar Gróðurhula vísar í þessu samhengi í landnemaplöntur sem festa rætur í hrjóstugri jörð. Þær styrkja vistkeðjuna og greiða götu fjölbreyttra lífvera. Þegar gróðurhula myndast heldur hún raka og næringu að plöntum og varnar hitasveiflum þannig að líf eigi möguleika á að dafna. Verkin á þessari sýningu eru ný akrílmálverk máluð með tilvísun til náttúru Íslands, aðallega á Surtsey. Við lifum á tíma hraða og áreitis. Þá er gott að staldra við og vinna úr því sem fyrir augu ber.
Meira ...

Sögustund - Þekkir þú Línu langsokk?

13/03/24Sögustund - Þekkir þú Línu langsokk?
Nú hitum við upp fyrir heimsókn Línu langsokks í bæjarleikhúsið og lesum nokkrar óborganlegar sögur um þessa uppátækjasömu stelpu. Höfundur bókarinnar er Astrid Lindgren og myndskreytingar eru í höndum Ingrid Vang Nyman.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira