logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

FROST vekur athygli

25/01/19FROST vekur athygli
Um 200 manns mættu á opnun fyrstu sýningar nýs sýningarárs í Listasal Mosfellsbæjar föstudaginn 18. janúar sl. Þetta er meðal fjölmennustu opnana Listasalarins frá upphafi. Sýningin heitir FROST og er fyrsta myndlistarsýning Steinunnar Eikar Egilsdóttur, ungs arkitekts frá Akranesi. Á sýningunni eru um 30 akrýlverk unnin með sérstakri tækni sem listakonan þróaði sjálf. Sýningin er opin til 15. febrúar og er aðgangur ókeypis.
Meira ...

Litli skiptibókamarkaðurinn 2019 - Frábær þátttaka!

22/01/19Litli skiptibókamarkaðurinn 2019 - Frábær þátttaka!
LITLI SKIPTIBÓKAMARKAÐURINN 2019 „Þín bók, mín bók – bækurnar okkar“ Litli skiptibókamarkaðurinn fyrir börn var haldinn vikuna 12.-19. janúar . Þetta er fjórða árið í röð sem Bókasafn Mosfellsbæjar heldur markaðinn. Frábær þátttaka og mikið fjör, og 117 bækur skiptu um eigendur þessa viku. Krakkarnir fóru ánægðir heim með nýjan bókafeng og bókamerki í farteskinu. Með kveðju, starfsfólk Bókasafnsins.
Meira ...

Vinningshafi í desembergetraun Bókasafnsins

16/01/19Vinningshafi í desembergetraun Bókasafnsins
Lilja Þöll Eiðsdóttir er vinningshafi í desembergetraun Bókasafnsins. Lilja Þöll er 10 ára gömul og er í 5. bekk í Helgafellsskóla. Áhugamál hennar eru að vera með vinum sínum, leika sér í tölvunni og fara í sund. Uppáhaldsbók Lilju Þallar er Harry Potter og viskusteinninn. Í verðlaun fékk hún bókina Stormsker eftir Birki Blæ. Við vonum að bókin falli vel í kramið og óskum Lilju Þöll til hamingju!
Meira ...

Nýtt sýningarár í Listasal Mosfellsbæjar hefst með sýningunni FROST

15/01/19Nýtt sýningarár í Listasal Mosfellsbæjar hefst með sýningunni FROST
Í Listasal Mosfellsbæjar hefst nýtt sýningarár á ferskum nótum með FROST, fyrstu myndlistarsýningu arkitektsins Steinunnar Eikar Egilsdóttur. Steinunn Eik sem er fædd árið 1988, er óhrædd við nýjar áskoranir og hefur sinnt ýmsum fjölbreyttum verkefnum, m.a. á Grænlandi, í Palestínu og Vestur-Afríku en þar bjó hún í þrjú ár. Steinunn Eik leitar í abstraktmyndlist sem mótvægi við nákvæmni og strangleika arkitektúrsins og hefur í gegnum tilraunir sínar með akrílmálningu mótað sinn ákveðna stíl. Verk Steinunnar Eikar eru í senn einstæð og keimlík, frjálsleg og öguð, stílhrein og ósamstæð. Þau bera einkenni ungs listamanns sem málar af áráttu og leikgleði. Sýningin FROST verður opnuð föstudaginn 18. janúar kl. 16-18 og stendur til föstudagsins 15. febrúar. Opið er á virkum dögum kl. 12-18 og á laugardögum kl. 12-16. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Meira ...

Litli skiptibókamarkaðurinn 12.-19. janúar 2019

15/01/19Litli skiptibókamarkaðurinn 12.-19. janúar 2019
„Þín bók, mín bók – bækurnar okkar“ 12.-19. janúar Litli skiptibókamarkaðurinn fyrir börn fór vel af stað laugardaginn 12. janúar. Þetta er fjórða árið í röð sem Bókasafn Mosfellsbæjar heldur markaðinn. Frábær þátttaka og mikið fjör, og 107 bækur skiptu um eigendur þennan dag.
Meira ...

Heimanámsaðstoð Rauða krossins flyst frá Bókasafninu yfir í Varmárskóla.

11/01/19Heimanámsaðstoð Rauða krossins flyst frá Bókasafninu yfir í Varmárskóla.
Það hefur gefið góða raun að vera með aðstoðina í skólanum sjálfum eins og í Lágafellsskóla og því verður nú prófað slíkt hið sama fyrir börn Varmárskóla. Rauði Krossinn býður nú upp á námsaðstoðina í Varmárskóla í þeirri von að ná til fleiri barna.
Meira ...

Litli skiptibókamarkaðurinn 2019

08/01/19Litli skiptibókamarkaðurinn 2019
Þín bók, mín bók - bækurnar okkar! Í Bókasafni Mosfellsbæjar 12. janúar kl. 13
Meira ...

Janúargetraunin

07/01/19Janúargetraunin
Þótt árið sé liðið þá er tími barnagetrauna Bókasafnsins ekki liðinn. Í janúargetrauninni spyrjum við um hljóðbækur fyrir börn, unglingsstrák sem heldur dagbók og dýr sem gleypa ömmur í ævintýrum. Endilega takið þátt því einn heppinn krakki fær bók í verðlaun.
Meira ...

Breyttur afgreiðslutími á laugardögum

02/01/19
Frá og með áramótum 2019 breytist afgreiðslutími Bókasafnsins og Listasalar á laugardögum. Opið verður frá kl. 12:00-16:00.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira