logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Marglyttur svífa í Listasal Mosfellsbæjar

21/06/21Marglyttur svífa í Listasal Mosfellsbæjar
Föstudaginn 28. maí opnaði Iða Brá Ingadóttir sýninguna VERA í Listsal Mosfellsbæjar. Sýningin er innsetning unnin úr blönduðum miðlum. Á veggjunum eru draumkenndar ljósmyndir og úr loftinu hanga glitrandi marglyttur. Á gólfinu er rúm sem sýningargestum býðst að setjast í og upplifa sýninguna í ró og næði. Sýningin er hugsuð sem nokkurs konar vin í amstri dagsins, heilunarstaður og rými til djúpslökunar. Opið er virka daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 12-16.
Meira ...

Stórskemmtilegri ritsmiðju lokið

21/06/21Stórskemmtilegri ritsmiðju lokið
Stórskemmtileg Harry Potter ritsmiðja fór fram í Bókasafninu í síðustu viku! Smiðjustjóri var engin önnur en Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur. Smiðjan heppnaðist einstaklega vel og voru þátttakendur mjög áhugasamir og uppfullir af sniðugum hugmyndum.
Meira ...

Bókasafnið er lokað 17. júní

16/06/21Bókasafnið er lokað 17. júní
Bókasafnið er lokað 17. júni. Gleðilega hátíð!
Meira ...

Dr. Bæk sótti Bókasafnið heim á dögunum

14/06/21Dr. Bæk sótti Bókasafnið heim á dögunum
Dr. Bæk sótti Bókasafnið heim á dögunum. Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið hjólreiðahvetjandi komu ansi margir bæjarbúar í safnið og nýttu sér þjónustu doktorsins. Eins nýttu margir tækifærið og skráðu sig í Sumarlestur sem er lestrarátak safnsins yfir sumarmánuðina.
Meira ...

Bókasafnið verður opnað kl. 12:00 þriðjudaginn 1. júní vegna starfsdags

01/06/21
Bókasafnið verður opnað kl. 12:00 þriðjudaginn 1. júní vegna starfsdags Bókasafns Mosfellsbæjar.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira