logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Lokað kl. 14 vegna veðurs 10. desember

09/12/19Lokað kl. 14 vegna veðurs 10. desember
Bókasafn Mosfellsbæjar verður lokað frá kl. 14 þriðjudaginn 10. desember vegna veðurs. Spáð er ofsaveðri seinnipart þriðjudags á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Frekari upplýsingar má finna á vedur.is.
Meira ...

Afgreiðslutími yfir hátíðarnar

09/12/19Afgreiðslutími yfir hátíðarnar
Afgreiðslutími Bókasafnsins yfir jól og áramót
Meira ...

Vinningshafi í getraun Bókasafnsins

09/12/19Vinningshafi í getraun Bókasafnsins
Snorri Guðmundsson er vinningshafinn í barnagetraun Bókasafnsins að þessu sinni. Snorri er 8 ára gamall og er nemandi í 3. bekk í Varmárskóla. Snorra finnst mjög gaman að lesa og uppáhaldsbókin hans er Pabbi prófessor eftir Gunnar Helgason. Í jólafríinu ætlar Snorri að hafa það náðugt og nýta tímann til að lesa og hafa það huggulegt heima. Í verðlaun fær Snorri bókina Stúfur hættir að vera jólasveinn eftir Evu Rún Þorgeirsdóttur. Til lukku, Snorri!
Meira ...

Árni með abstrakt

06/12/19Árni með abstrakt
Hátt í 200 manns mættu í Listasal Mosfellsbæjar laugardaginn sl. á opnun sýningar Árna Bartels Heilaðu eigið gral á 12 mínútum. Árni sýnir 22 abstraktmyndir unnar með tækni sem hann hefur verið að þróa og felst í því að bæta við lögum og pússa þau niður. Við þetta fá verkin sérstaka áferð og dýpt en mörg ár getur tekið að fullkomna hvert verk. Á opnuninni var boðið upp á ljúffengar veitingar auk bjórs sem sérmerktur var sýningunni. Síðasti sýningardagur er 27. desember og vakin er athygli á því að þetta er sölusýning.
Meira ...

Desembergetraunin

02/12/19Desembergetraunin
Nú eru Stúfur og félagar mættir í Bókasafnið og búnir að taka yfir barnagetraunina! Með því að svara þremur laufléttum spurningum um íslensku jólasveinana gætir þú unnið bók. Spurningablaðið er sem fyrr staðsett á hringborðinu í barnadeildinni. Komið við og takið þátt!
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira