Fréttir eftir mánuðum
Merking á milli hluta
11/09/20
Mánudaginn 14. september opnar Guðlaug Mía Eyþórsdóttir (f. 1988) sýninguna Milli hluta í Listasal Mosfellsbæjar. Guðlaug Mía er með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands og mastersgráðu frá Koninklijke Academie í Belgíu. Hún hefur haldið fjölmargar sýningar hérlendis og erlendis og sinnt ýmsum myndlistartengdum verkefnum, m.a. stofnað og rekið gallerí og unnið að útgáfu myndlistarbóka.
Meira ...Muuuuuuuu! Viltu eignast bók?
01/09/20
Muuuuuuuu! Viltu eignast bók? Ef þú kemur við í barnadeild Bókasafnsins og tekur þátt í barnagetrauninni okkar gætir þú unnið bók. Eins og venjulega svarar þú þremur spurningum sem að þessu sinni snúast um þjóðsögur og ævintýri. Síðan laumar þú svarblaðinu vel merktu í gráa póstkassann. Einn heppinn þátttakandi verður verðlaunaður í byrjun maí. Ekki hika við að tala við starfsfólk safnsins ef þig vantar aðstoð.
Meira ...