Fréttir eftir mánuðum
Sirrý með áhugaverðan fyrirlestur
15/01/20
Þriðjudaginn 14. janúar kom Sirrý Arnardóttir í Bókasafnið og kynnti bók sína ,,Þegar kona brotnar“. Sirrý er skemmtilegur fyrirlesari og miðlaði efninu á sinn einstaka hátt. Bókin hefur notið mikilla vinsælda og margar konur keyptu eintak á staðnum og fengu áritað af höfundi. Þó nokkur fjöldi mætti í safnið þrátt fyrir vont veður og vonda veðurspá.
Meira ...Sýning í minningu sjómanna
14/01/20
Um 150 manns mættu á opnun sýningar Hjördísar Henrysdóttur föstudaginn 10. janúar þrátt fyrir aftakaveður. Veðrið rímaði reyndar ágætlega við verkin en flest málverk Hjördísar eru af bátum sem berjast í ólgusjó. Hjördís hefur persónulega tengingu við efnið því hún er dóttir Henrys Hálfdánarsonar sem lengi var formaður Slysavarnafélags Íslands og stjórnaði mörgum björgunaraðgerðum á sjó. Verkin á sýningunni eru til sölu og seldist meirihluti þeirra á opnuninni. Síðasti sýningardagur er 7. febrúar en þann dag verður Hjördís með leiðsögn sem auglýst verður síðar.
Meira ...Litli skiptibókamarkaðurinn fyrir börn tókst með eindæmum vel
13/01/20
Litli skiptibókamarkaðurinn fyrir börn var haldinn í Bókasafni Mosfellsbæjar laugardaginn 11. janúar fimmta árið í röð og tókst með eindæmum vel.
Frábær þátttaka og mikið fjör þar sem allir höfðu gaman af, bæði börn og foreldrar. 132 bækur skiptu um eigendur þennan dag. Krakkarnir fóru ánægðir heim með nýjan bókafeng og bókamerki Litla skiptibókamarkaðarins í farteskinu.
Endurtökum leikinn að ári, sjáumst hress.
Með kveðju, starfsfólk Bókasafnsins.
Meira ...Fyrsti vinningshafi ársins í barnagetraun Bókasafnsins
10/01/20
Fyrsti vinningshafi ársins í barnagetraun Bókasafnsins er Dagur Hrafn Helgason. Hann er 11 ára gamall og er nemandi í Lágafellsskóla. Dagur hefur áhuga á tölvuleikjum og íþróttum og þegar hann les finnst honum skemmtilegast að kíkja í Syrpuna. Hann er greinilega líka með íslensku jólasveinana á hreinu en hann svaraði spurningunni um Stúf kórrétt og var ekki lengi að finna Kertasníki í felum hjá jólabókunum. Í verðlaun fær Dagur nýju bókina um Orra óstöðvandi eftir Bjarna Fritzson. Við óskum Degi innilega til hamingju!
Meira ...Rýmri opnun í Bókasafninu
07/01/20
Á nýju ári verður tekið upp á þeirri nýbreytni í Bókasafni Mosfellsbæjar að opna dyrnar upp á gátt - án þjónustu - kl. 9.00 á morgnana, virka daga. Hefðbundinn afgreiðslutími með þjónustu er svo frá kl. 12-18 mánudaga og þriðjudaga, kl. 10-18 miðvikudaga, kl. 12-18 fimmtudaga og föstudaga og kl. 12-16 á laugardögum allt árið.
Meira ...Janúargetraunin
06/01/20
Barnagetraunin mætir úthvíld til leiks eftir jólafríið með þrjár nýjar spurningar um álfa. Komið við í barnadeildinni og takið þátt! Í byrjun febrúar verður dregið úr réttum svörum og einn heppinn þátttakandi fær bók í verðlaun. Ekki hika við að spyrja starfsfólk Bókasafnsins ef ykkur vantar aðstoð.
Meira ...Gleðilegt nýtt ár
02/01/20
Starfsfólk Bókasafns Mosfellsbæjar óskar ykkur gleðilegs árs og þakkar samfylgdina á því liðna.
Meira ...