logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vinalegar vörður

26/04/2022
Sýningin Wörður, vinur mínar var opnuð í Listasal Mosfellsbæjar 22. apríl sl. Á sýningunni eru ofnar myndir eftir textíllistakonuna Önnu Maríu Lind Geirsdóttur. Viðfangsefni verkanna eru vörður, ekki síst vörður á Mosfellsheiði. Myndirnar vefur Anna María úr ýmsum tuskum, ónýtum klæðnaði og sængurfötum í anda endurnýtingar og náttúruverndar.

Opnun var haldin bæði á föstudeginum og laugardeginum og var fjölmennt báða dagana. Frændi listakonunnar, Magnús Már Björnsson, söng frumsamið lag við ljóð Önnu Maríu um vörður. Sýningin er opin á afgreiðslutíma bókasafnsins og síðasti sýningardagur er 20. maí.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira