logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Sumarlestur 2019

24/05/19Sumarlestur 2019
Sumarlestur Bókasafns Mosfellsbæjar hefst á morgun. Endilega skráið ykkur!
Meira ...

IBBY á Íslandi gefur 1. bekk bækur

17/05/19IBBY á Íslandi gefur 1. bekk bækur
Í gær komu í heimsókn til okkar hressir krakkar úr 1. bekk í Lágafellsskóla til að taka á móti höfðinglegri gjöf frá IBBY á Íslandi en það er bókin Nesti og nýir skór. Þau fengu líka að heyra af Sumarlestrinum sem fer að byrja á nýjan leik í Bókasafninu og skoðuðu skemmtilega ofurhetjusýningu Atla Más í Listasalnum en þar fór einmitt afhendingin fram.
Meira ...

Fjölmenningarhátíð Mosfellsbæjar 2019

14/05/19Fjölmenningarhátíð Mosfellsbæjar 2019
Fjölmenningarhátíð var haldin í fyrsta skipti í Mosfellsbæ laugardaginn 11. maí síðastliðinn og var það sameiginlegt átak Rauða krossins í Mosfellsbæ og Bókasafns Mosfellsbæjar. Haraldur bæjarstjóri setti hátíðina með pompi og prakt og barnakór Varmársskóla söng einstaklega fallega undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar.
Meira ...

Guðrún Eva Mínervudóttir hitti leshóp eldri borgara í Bókasafninu

14/05/19Guðrún Eva Mínervudóttir hitti leshóp eldri borgara í Bókasafninu
Lokafundur leshóps eldri borgara var haldinn mánudaginn 13. maí sl. í Bókasafninu. Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur spjallaði við hópinn, og miklar og skemmtilegar umræður spunnust um bækur hennar. Nú er leshópurinn kominn í sumarfrí. Fyrsti fundur haustsins 2019 verður mánudaginn 7. október kl. 10:30 í Bókasafninu og lesefnið er: Atómstöðin eftir Halldór Laxness.
Meira ...

Sigurvegari í aprílgetraun Bókasafnsins

14/05/19Sigurvegari í aprílgetraun Bókasafnsins
Isabella Rink er sigurvegarinn í aprílgetraun Bókasafnsins. Hún er 13 ára nemandi í 7. bekk í Varmárskóla. Isabella mætir einu sinni eða tvisvar í mánuði til okkar í safnið og sækir sér bækur. Hún heldur upp á bækurnar hans Gunnars Helgasonar og nefnir sérstaklega seríuna sem hófst með bókinni Mamma best. Auk þess að vera dugleg að lesa æfir Isabella frjálsar íþróttir. Í verðlaun fékk hún myndasöguna Dagbók Rakelar. Til hamingju, Isabella, og takk fyrir að taka þátt!
Meira ...

Litríkt og lifandi í Listasalnum

13/05/19Litríkt og lifandi í Listasalnum
Fjölmennt var á opnun sýningarinnar Atli Már föstudaginn 31. maí sl. Atli Már Indriðason (1993) er listamaður hátíðarinnar List án landamæra 2019. Á sýningu sinni í Listasal Mosfellsbæjar sýnir hann málverk og skúlptúra innblásna af ofurhetjum og ævintýrum. Verkin eru full af leikgleði; litrík og lifandi og vöktu mikla lukku sýningargesta. Við vekjum athygli á að þetta er sölusýning og gott aðgengi er fyrir fólk í hjólastól. Síðasti sýningardagur er 31. maí.
Meira ...

Listasalur Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2020

10/05/19Listasalur Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2020
Umsóknarfrestur er til 1. júní 2019. Sótt er um rafrænt á www.bokmos.is/listasalur.
Meira ...

Rithöfundur í heimsókn

08/05/19Rithöfundur í heimsókn
Í dag miðvikudaginn 8. maí kom til okkar í Bókasafnið rithöfundurinn Birkir Blær og las upp úr bók sinni „Stormsker : Fólkið sem fangaði vindinn“. Áheyrendur voru nemendur úr fimmtu bekkjum grunnskólanna í bænum. Allir höfðu gaman af enda sagan óvenjuleg og spennandi. Takk Birkir Blær og takk krakkar fyrir ánægjulega morgunstund.
Meira ...

Vel mætt á fyrirlestur um ræktun matjurta

08/05/19Vel mætt á fyrirlestur um ræktun matjurta
Fyrirlesturinn Ræktun matjurta í garði og á svölum var haldinn í Bókasafninu þriðjudaginn 7. maí sl. Jóhanna B. Magnúsdóttir garðyrkjufræðingur sá um fræðsluna og tæplega fimmtíu manns mættu. Gestir fóru heim með góð ráð í grænmetisgarðinn.
Meira ...

Maígetraunin

06/05/19Maígetraunin
Í maí spyrjum við um sumarfrí, tónelska og grænklædda vini og hárprúðar prinsessur í vanda. Dregið verður úr réttum svörum í byrjun júní og einn heppinn krakki fær bók í verðlaun. Við vekjum athygli á því að bráðum fer barnagetraun Bókasafnsins í sumarfrí og því verður engin getraun í júní, júlí og ágúst.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira