logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

LISTASALUR - Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar - Má börnum leiðast?

29/11/16LISTASALUR - Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar - Má börnum leiðast?
Miðvikudaginn 30. nóvember klukkan 20:00 er komið að næsta opna húsi vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar haldið að venju í Listasal Mosfellsbæjar. Á opnum húsum er lögð áhersla á hagnýt ráð varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga. Ráð sem foreldrar, systkin, amma og afi, þjálfarar, kennarar og allir þeir sem koma að uppvexti barna og unglinga geta nýtt sér.
Meira ...

BÓKASAFN - Afmælistónleikar Listaskólans

18/11/16BÓKASAFN - Afmælistónleikar Listaskólans
Listaskóli Mosfellsbæjar hélt afmælistónleika í Bókasafninu fimmtudaginn 17. nóvember, en um þessar mundir eru 50 ár frá því að stofnaður var tónlistarskóli í Mosfellsbæ. Kennarar skólans léku og sungu listavel og fögnuðu gestir vel og innilega. Meðal gesta var Salóme Þorkelsdóttir, heiðursborgari Mosfellsbæjar, en hún átti sæti í fyrstu skólanefnd Tónlistarskólans.
Meira ...

BÓKASAFN - Vel heppnað bókmenntahlaðborð

18/11/16BÓKASAFN - Vel heppnað bókmenntahlaðborð
Metaðsókn var að bókmenntahlaðborði Bókasafnsins í ár, sem boðið var til þriðjudaginn 15. nóvember. Samtals voru um 310 manns í salnum, að höfundum og starfsmönnum meðtöldum. Katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur stjórnaði umræðum af sinni alkunnu snilld og þekkingu á bókunum sem lesið var úr.
Meira ...

BÓKASAFN - Lokað kl.17.30 í dag vegna bókmenntakvölds

15/11/16BÓKASAFN - Lokað kl.17.30 í dag vegna bókmenntakvölds
BÓKASAFNINU VERÐUR LOKAÐ KL.17:30 Í DAG VEGNA BÓKMENNTAKVÖLDS
Meira ...

BÓKASAFN - Vinningshafi í októbergetraun Bókasafnsins

04/11/16BÓKASAFN - Vinningshafi í októbergetraun Bókasafnsins
Nú er orðið ljóst hver sigraði í októbergetraun Bókasafnsins. Það var hin átta ára Þórný Pálmadóttir sem datt í lukkupottinn og fékk hún í verðlaun bókina Lukka og hugmyndavélin eftir Evu Rún Þorgeirsdóttur og Loga Jes Kristjánsson. Þórný kemur oft í safnið og les mikið.
Meira ...

LISTASALUR - NÁTTÚRA Árni Rúnar sýnir í Listasal Mosfellsbæjar

04/11/16LISTASALUR - NÁTTÚRA Árni Rúnar sýnir í Listasal Mosfellsbæjar
Laugardaginn 5. nóvember kl. 16:00 opnar Árni Rúnar Sverrisson málverkasýningu í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin heitir NÁTTÚRA og er á henni að finna myndir sem túlka þau áhrif sem litbrigði og form frumgróðurs jarðar hafa haft á Árna Rúnar. Það er ekki síst fegurð hins mjúka og smáa sem heillar Árna og sýna myndirnar ótrúlega næmni fyrir litbrigðum.
Meira ...

BÓKASAFN - Nú er komið að nóvembergetrauninni

02/11/16BÓKASAFN - Nú er komið að nóvembergetrauninni
Mikil og góð þátttaka var í októbergetraun okkar. Ekki örvænta þótt þú hafir ekki unnið því nú er komið glænýtt tækifæri til að vinna glæsilega bók. Taktu þátt í nóvembergetrauninni með því að mæta til okkar í Bókasafnið, svara þremur léttum spurningum og setja þátttökuseðilinn vel merktan í græna póstkassann.
Meira ...

BÓKASAFN - Í Brennidepli: Bókmenntir Rómönsku-Ameríku

01/11/16BÓKASAFN - Í Brennidepli: Bókmenntir Rómönsku-Ameríku
Bókmenntir Rómönsku-Ameríku samanstanda af munnmælahefðum og rituðu máli á nokkrum tungumálum, þ.e. spænsku, portúgölsku og tungumálum frumbyggja. Kvenrithöfunda Rómönsku-Ameríku má finna allt frá nýlendutíma 17. aldar til okkar tíma. Á 18. öld, og fram á þá 19., unnu kvenrithöfundar sig frá trúarlegum skrifum með því að skrifa undir dulnefni eða með nafnleynd. Það gerði þeim kleift að fjalla ýtarlega um eigin stöðu í kæfandi feðraveldissamfélögum.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira