logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

BÓKASAFN - MENNINGARVORIÐ 2017

25/04/17BÓKASAFN - MENNINGARVORIÐ 2017
Menningarvorið – dagskrá í Bókasafninu – var haldið núna í áttunda sinn. Boðið var upp á tvö menningarvor. Menningarvorið – dagskrá í Bókasafninu – var haldið núna í áttunda sinn. Boðið var upp á tvö menningarvor.
Meira ...

LISTASALUR - Sýningaropnun - Tinni í túninu heima

11/04/17LISTASALUR - Sýningaropnun - Tinni í túninu heima
Laugardaginn 8. apríl opnaði Ísak Óli Sævarsson einkasýningu sína Tinni í túninu heima í Listasal Mosfellsbæjar. Ísak Óli hefur áður sýnt í Listasalnum, en þá með fleirum. Sýningin er samstarf við List án landamæra og hefur verið samstarf milli Listasalarins og þeirra í nokkur ár og fjölbreyttar og skemmtilegar sýningar verið í salnum á þeirra vegum. Það er heiður að fá að taka þátt í þessu samstarfi. Alls sýnir Ísak Óli 59 myndir á sýningunni og eru þær til sölu. Við sýningaropnuna tóku Ísak Óli og faðir hans Sævar Magnússon lagið og gestir tóku undir í viðlaginu. Sýning Ísaks Óla er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins og stendur hún til 13. maí.
Meira ...

BÓKASAFN - Vinningshafinn í mars

07/04/17BÓKASAFN - Vinningshafinn í mars
Það var hin ljónheppna Brynja Maja sem vann í marsgetrauninni okkar. Brynja Maja er 8 ára og gengur í Varmárskóla. Hún er nýflutt í bæinn og kemur stundum til okkar í Bókasafnið ásamt vinkonum sínum og systur. Brynja Maja fékk í verðlaun bókina Atlasinn minn: Heimurinn sem er fræðslubók um landafræði með fjölda límmiða og veggspjaldi. Við óskum Brynju Maju til hamingju með vinninginn og bjóðum hana velkomna í Mosfellsbæ.
Meira ...

BÓKASAFN - Aprílgetraun

05/04/17BÓKASAFN - Aprílgetraun
Áfram höldum við með nýja getraun. Nú er spurt um bækur Guðrúnar Helgadóttur, ofurhetjur og krúttleg dýr. Spurningablaðið er sem fyrr staðsett á hringborðinu í barnadeildinni. Endilega takið þátt og látið vini ykkar vita. Einn heppinn krakki hlýtur bók í verðlaun.
Meira ...

BÓKASAFN - Í brennidepli: DANSKAR BÓKMENNTIR

04/04/17BÓKASAFN - Í brennidepli: DANSKAR BÓKMENNTIR
DANSKAR BÓKMENNTIR – APRÍL 2017 16. apríl er afmælisdagur Margrétar Danadrottningar (f. 1940) sem er haldinn hátíðlegur í Danmörku ár hvert. Þjóðhátíðardagur Dana er hins vegar 5. júní; en þann dag var stjórnarskráin staðfest árið 1849. Áhugi Margrétar drottningar á listum og fornleifafræði er vel þekkt, en hún hefur einnig fengist við þýðingar af erlendum málum yfir á dönsku og skrifaði bók um sögu Danmerkur, De dybeste rödder (2016). Danskar bókmenntir eiga upphaf sitt að rekja til goðafræði Norðurlanda og fyrstu rúnaristanna. Bókmenntaarfurinn telur handrit, þjóðkvæði frá miðöldum, sálma, harmleiki, skáldsögur, smásögur og ljóð. Þrátt fyrir lítið tungumálasvæði eru danskar bókmenntir mikið þýddar og koma fjölmargir mikilsvirtir rithöfundar þaðan.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira