logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Safnanótt í Bókasafni Mosfellsbæjar

26/01/2024
Vetrarhátíð verður haldin dagana 1.–3. febrúar og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samanstendur af þremur meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt og ljóslistaverkum. Notaleg stemning mun ráða ríkjum á Safnanótt í Bókasafni Mosfellsbæjar þetta árið. Safnið verður opið til kl. 20.

DAGSKRÁ
Kl. 10:00–20:00 Litli skiptibókamarkaðurinn
Börnum er boðið að koma með gömlu bækurnar sínar og velja sér aðrar í staðinn. Mikilvægt er að bækurnar séu vel með farnar og hreinar. Markaðurinn verður einnig opinn laugardaginn 3. febrúar kl. 12-16.
Kl. 16:30 - 18:30 Spilastund með Spilavinum
Spilavinir mæta með fangið fullt af spennandi spilum og bjóða upp á notalega spilastund í safninu fyrir alla fjölskylduna.
Kl. 17:00 – 18:00 Lærðu að búa til Macramé lauf
Hera Sigurðardóttir kennir gestum safnsins að hnýta lauf með Macramé-hnúta aðferðinni. Allt efni á staðnum. Hentar fullorðnum og börnum frá 8 ára aldri. Þátttaka er ókeypis en skráning nauðsynleg. Skrá má þátttöku með því að senda tölvupóst á bokasafn@mos.is
Í Listasal Mosfellsbæjar er síðasti sýningardagur sýningarinnar„I think, therefore I am fucked“ eftir listmálarann Jakob Veigar Sigurðsson. Sýningin er opin til kl. 20 á Safnanótt.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira