logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Bókmenntir

Bókmenntir eru safn texta eða rita, bæði skáldverka og ljóða (fagurbókmennta) og annarra ritverka, svo sem fræðirita. Hugtakið á fyrst og fremst við um ritverk en hefur líka verið notað yfir verk munnlegrar menningar, svo sem þjóðsögur, sönglög og kvæði. Ýmiss konar rit og ritun teljast til bókmennta, til dæmis ljóðlist, leikritun,skáldskapur og fræðiritun.  

 

Bókmenntavefir

Gljúfrasteinn - hús skáldsins

Gljúfrasteinn í Mosfellsdal var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu hans í um hálfa öld. Hús skáldsins var opnað sem safn í september 2004 og á vefsíðu þess má nálgast ýmsar upplýsingar um Halldór og verk hans.

Kiljan á RÚV

Sjónvarpsþættir þar sem Egill Helgason og bókelskir félagar hans fjalla um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum.

 

Miðstöð Íslenskra bókmennta

Vefur um íslenskar bókmenntir á íslensku og ensku.

 

Tímarit Máls og menningar 

Í inngangi fyrsta heftisins (1940) segir að hlutverk tímaritsins sé að  ,,flytja sögur, kvæði, ritdóma og greinar um hvers konar menningar- og þjóðfélagsmál,” 

Druslubækur og doðrantar

Bloggsíða þar sem konur með víðfeðman áhuga á bókmenntum skrifa um hugðarefni sitt. Fjallað er um gamlar sem nýjar bækur, bókmenntaumræðu og ýmislegt annað sem bókmenntunum tengist eftir því sem aðstæður og áhugi bjóða og andagiftin blæs littererum dömum í brjóst.

 

Lestrarklefinn

Lestrarklefinn.is hefur vandaðar umfjallanir um bækur, bókmenntir og lestur.
Bækurnar sem fjallað er um í Lestrarklefanum eru eins fjölbreyttar og þær eru margar.
Hægt er að lesa um allt frá fræðibókum til fagurbókmennta. Það fer allt eftir skapi farþegans sem ritar.

 

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira