Gjaldskrá - Reglur
Skírteini
-Framvísa þarf eigin bókasafnsskírteini til að fá lánað safnefni.
-Við kaup á skírteini ber að sýna persónuskilríki.
-Skírteini gildir einnig í Borgarbókasafni og Bókasafni Seltjarnarness.
-Verð á skírteini fer eftir gjaldskrá.
-17 ára og yngri, ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá skírteini endurgjaldslaust.
-Glatist skírteini ber að tilkynna það.
-Lánþegi/ábyrgðarmaður er á allan hátt ábyrgur fyrir þeim gögnum sem tekin eru að láni gegn skírteini hans.
Bókasafnsskírteini þarf að endurnýja árlega
SKÍRTEINI:
Árgjald 18-66 ára 2700 kr.
Íbúar og starfsfólk Mosfellsbæjar, börn og unglingar undir 18 ára aldri, 67 ára og eldri og öryrkjar greiða ekki fyrir skírteini.
Glatað skírteini 150 kr.
VANSKIL:
Dagsektir vegna vanskila á safnefni 30 kr. á dag
LJÓSRIT OG ÚTPRENTUN
Ljósrit 30 kr. á blað
Blöð til útprentunar 30 kr. á blað
Ljósrit A-3 60 kr. á blað
TÖLVUNOTKUN:
Aðgangur að tölvum safnsins og þráðlausu neti ókeypis
Gjaldskrá þessi, sem samþykkt er af bæjarstjórn Mosfellsbæjar, gildir frá 01.01.2023
Gjaldtökuheimildir samkvæmt bókasafnalögum
Bókasöfnum er heimilt að innheimta gjöld fyrir þjónustu sína, svo sem útlánastarfsemi, millisafnalán, afritun, fjölföldun, ljósmyndun, sérfræðilega heimildaþjónustu, heimildaleit í gagnagrunnum og útlán á sérstökum safnkosti.
Hvert safn setur gjaldskrá um alla gjaldtöku að fengnu samþykki bókasafnsstjórnar eða yfirstjórnar stofnunar.
Umrædd gjöld skulu ekki vera hærri en raunkostnaður viðkomandi safns vegna þjónustunnar.
Bókasöfnum er heimilt að innheimta dagsektir fyrir afnot safnefnis fram yfir skilafrest og bætur fyrir safnefni sem glatast eða skemmist í meðförum notenda.
Hvert safn setur sér reglur um innheimtu dagsekta og bóta að fengnu samþykki bókasafnsstjórnar eða yfirstjórnar stofnunar.
Skal í þeim kveðið á um að dagsektir sem lagðar eru á hvern lánþega vegna tiltekins safnefnis, eða bætur sem innheimtar eru vegna þess, megi mest nema innkaupsverði viðkomandi efnis.
Sjá nánar Lög nr. 150 28. desember 2012.
Reglur um endurnýjun útlána í Bókasafni Mosfellsbæjar
Endurnýjun á vefnum leitir.is
Á leitir.is geta lánþegar sjálfir endurnýjað bóka- og tímaritaútlán sín með því að fara inn á „Mínar síður“ . Þar er hægt að endurnýja 14 daga og 30 daga útlán tvisvar. DVD diska og VHS myndbönd er hægt að endurnýja einu sinni.
Endurnýjun í gegnum Bókasafnið:
Hægt er að hafa samband við Bókasafn Mosfellsbæjar í síma eða koma í safnið og biðja starfsmenn að endurnýja útlán, bæði 14 daga og 30 daga, svo og skemmri útlán.
Hægt er að endurnýja tvisvar, eftir það þarf að skila gagninu og fá það aftur að láni ef engir annmarkar eru á því.
Endurnýjun gengur ekki:
Ef gildistími bókasafnsskírteinis er útrunninn.
Ef safngagn er pantað af öðrum lánþega er ekki hægt að endurnýja.
Ef lánþegi hefur fengið þrjár rukkanir án þess að skila gagni eða án þess að hafa haft samband við Bókasafnið, er ekki hægt að endurnýja fyrr en hann hefur skilað og gert upp.