logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Float­ing Emoti­ons | Alfa Rós Pétursdóttir

15/09/2023

Floating Emotions (ísl. fljótandi tilfinningar) nefnist einkasýning Ölfu Rósar Pétursdóttur. Titillinn vísar til blendinna tilfinninga um að fljóta í gegnum lífið og ná jafnvægi; að berast með straumnum eða sækja í lækningamátt vatnsins til að endurtengjast og umbreytast. Þema sýningarinnar byggir á ástandi/tímabilum sem litað hafa líf listamannsins þar sem vatn og máttur þess er í aðalhlutverki við túlkun á innri og ytri veruleika.

Sýningin samanstendur af textílverkum og smáskúlptúrum. Textílverkin eru unnin með útsaumi, krosssaumi og flostækni (e. tufting). Verkin eru öll handgerð, þ.e. ekki er notast við nein vélknúin verkfæri, einungis hefðbundnar handverksaðferðir.

Alfa Rós Pétursdóttir er fædd í Reykjavík 1978 en býr og starfar í New York. Hún útskrifaðist með BA í myndlist frá Gerrit Rietveld, Amsterdam árið 2011 og MA í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands.

Sýningin stendur til og með 13. október.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira