logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Lokað frá og með þriðjudegi

23/03/2020
Bókasafn Mosfellsbæjar verður lokað frá og með þriðjudeginum 24. mars í takt við hertar takmarkanir í yfirstandandi samkomubanni. Eins og sakir standa reiknum við með að opna dyr safnsins aftur þriðjudaginn 14. apríl. Öllum viðburðum hefur verið frestað um sinn.

Einnig munum við færa skiladaga á efni sem ætti að skila 24. mars - 13. apríl. Nýr skiladagur er þá 14. apríl (þriðjudagur eftir páska), nema annað hafi verið ákveðið.

Á meðan lokað er verður þessi tilkynning uppfærð eftir þörfum með frekari upplýsingum um starfsemi safnsins.

Við minnum á að Rafbókasafnið  er alltaf opið, og aðgengilegt öllum sem eiga bókasafnskort í gildi. Snertilausar bækur hafa sína kosti! Rafbækur má lesa eða hlusta á beint úr tölvu eða í gegnum Libby appið í snjalltækjum. Nánari leiðbeiningar hér.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira