logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Safnanæturævintýrið!

18/02/2019
Bókasafnið og Listasalurinn voru í þriðja sinn með í hinu árlega Safnanæturævintýri. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg. Gunnar Helgason skemmti börnum og foreldrum af sinni alkunnu snilld og svo var endað með sítrónuekkigrettukeppni. Myndum var póstað á facebooksíðu Bókasafnsins af keppninni og myndin af þeim sem fær flestu lækin fær smá glaðning.

Fullorðinsdagskráin hófst með því að listamaðurinn Steinunn Eik Egilsdóttir spjallaði við gesti um sýningu sína. Þá tók kaffihúsastemmning við og Svavar Knútur lék ljúfa tóna ásamt því að lesa upp úr nokkrum bókum. Boðið var upp á kaffi og léttar veitingar. Þá tók við dagskrá frá Listaskóla Mosfellsbæjar en ungir og upprennandi listamenn spiluðu og sungu sig inn í hjörtu viðstaddra.

Ratleikur var í gangi allt kvöldið og mikill fjöldi tók þátt. Fimm svarseðlar voru voru dregnir út og geta 5 heppnir þátttakendur sótt verðlaun sín í Bókasafnið, en þau eru:
María Guðmundsdóttir
Kári Björn Reykdal
Þóra Kirstín Hjaltadóttir
Baldvin Þórir Davíðsson
Guðmar Pétursson
Búið er að hafa samband við vinningshafa.

Við þökkum öllum þeim fjölda sem mætti.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira