logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Frá opnun sýningarinnar Tölt um tilveruna

27/06/2018
Tölt um tilveruna, einkasýning Guðrúnar Hreinsdóttur, var opnuð í Listasal Mosfellsbæjar síðastliðinn föstudag. Verkin á sýningunni eru öll máluð með vatnslitum og innblásin af náttúrunni. Þau sýna landslag og jurtir, fólk og dýr og ýmis önnur náttúrufyrirbrigði. Listakonan bauð upp á hvítvín og súkkulaði, gos og snakk og var það kærkomið fyrir sýningargesti sem voru sumir hverjir enn í sárum eftir tapleik íslenska landsliðsins í fótbolta. Við hvetjum fólk til að tölta yfir í Listasal Mosfellsbæjar og kíkja á verk Guðrúnar. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins og lýkur 27. júlí.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira