logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vinningshafi í maígetraun Bókasafnsins

25/06/2018
Nú er barnagetraun Bókasafnsins komin í sumarfrí. Síðasti vinningshafi vetrarins var Ásgerður Erla Elínborgardóttir, 11 ára. Hún fékk í verðlaun nýjustu bók Ævars vísindamanns, Ofurhetjuvíddina. Ein spurningin í maígetrauninni var: Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á sumrin? Svörin voru mörg og mismunandi; að fara til útlanda, í sumarbústað og útilegu, í vatnsblöðrustríð, golf og á hestbak, leika með vinunum, vera með fjölskyldunni, lesa og fara í sólbað svo eitthvað sé nefnt. Ásgerður Erla sagðist helst hlakka til að leika sér í sveitinni. Við vonum að sólardögunum fari að fjölga og að Ásgerður muni eiga góðar stundir í sveitinni.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira