logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Sýningaropnun föstudaginn 6. apríl kl. 16.

04/04/2018
Föstudaginn 6. apríl kl. 16-18 opnar Ásgeir Skúlason einkasýninguna Eitt leiðir af öðru og öðru og öðru í Listasal Mosfellsbæjar. Ásgeir er fæddur árið 1984 og býr í Mosfellsdal. Hann útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2013 og er þetta fyrsta einkasýning hans. Myndlist Ásgeirs einkennist af þráhyggjukenndri endurtekningu með aðferðir og efnivið en öll verkin á sýningunni eru unnin úr PVC-rafmagnseinangrunarteipi. Um ferlið segir Ásgeir: „Ég ræð ekki við mig; þegar þráhyggjan kemur yfir mig verð ég að gera tilraunir. Ég verð að halda áfram sama hver endanleg útkoma verður, burtséð frá því hvort mér þyki hún góð eða slæm. Verkin á sýningunni eru afrakstur þessara tilrauna og þróunar.“ Sýningu Ásgeirs lýkur 4. maí og er aðgangur ókeypis.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira